Betri er mögur sátt en feitur dómur

Vönduð og persónuleg þjónusta

Á Lögmannsstofunni Valdimarsson er tryggt að viðskiptavinir okkar fái ávallt bestu þjónustu sem völ er á, af fagmönnum á því sviði lögfræðinnar sem þörf er á. Okkar kúnnar geta treyst því að þeirra mál fái þá athygli, sem það krefst.

Bóka ókeypis viðtal

Þjónustan

Ómar býður upp á þjónustu á öllum helstu réttarsviðum íslenskrar lögfræði, auk þess sem hann býr yfir sérþekkingu á íslenskum og alþjóðlegum fjölmiðlum og almannatengslum. Á meðal sérsviða Ómars er refsiréttur og sakamálaréttarfar, skaðabótaréttur og slysamál, skipulags- og eignaréttur og fyrirtækja og félagaréttur.

Sérsviðin

 • Sakamál / Refsiréttur

  Ómar býður upp á margháttaða aðstoð á sviði saka- og refsimála, hvort heldur um er að ræða mál á rannsóknarstigi eða mál sem rekin eru fyrir dómi.

 • Skaðabótaréttur

  Hvort heldur um er að ræða mál sem snýr að umferðarslysi, vinnuslysi eða slysi sem gerist í frítíma. Ef engar bætur innheimtast greiðir viðskiptavinur ekkert fyrir þjónustuna.

 • Skipulagsréttur

  Boðið er upp á lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð í tengslum við öll mál sem snúa að skipulagsferli sveitarfélaga, kærum til æðri stjórnvalda eða rekstur ágreiningsmála fyrir dómi. Þá er boðið upp á ráðgjöf sem snýr að grenndarkynningu, leyfisveitingum, bótaábyrgð framkvæmdaaðila og endurskoðun einstakra ákvarðana.

 • Fjármálaréttur

  Sérhæfð ráðgjöf á sviði fjármálaréttar, hvort heldur um er að ræða samninga- eða skjalagerð, ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar, verðbréfaviðskipta, yfirtökur eða útboð, svo fátt eitt sé nefnt til sögunnar.

 • Stjórnsýsluréttur

  Ráðgjöf sem hentar bæði einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum, hvað varðar stjórnsýslulega meðferð mála, sem rekin eru hjá aðilum sem falin er meðferð opinbers valds.

 • Málflutningur

  Ómar tekur að sér að flytja mál bæði fyrir dómstólum og úrskurðarnefndum, s.s. matsnefnd eignarnámsbóta eða úrskurðarnefnd velferðarmála.

Þjónustan

 • Verjendastörf

  Á rannsóknarstigi fela verjendastörf í sér rekstur máls hjá lögreglu eða öðrum aðilum falið sambærilegt vald, s.s. skattrannsóknarstjóra. Eftir að ákæra hefur verið gefin út, fela verjendastörf í sér að verja hagsmuni þess sem ákærður er fyrir dómi.

 • Málflutningur í einkamálum

  Ómar býr yfir víðtækri reynslu í málflutningi einkamála fyrir dómstólum.

 • Fyrirtækja- og félagaráðgjöf

  Boðið er upp á ráðgjöf í einstaka málum eða til lengri tíma. Aðilar sem kjósa að nýta sér ráðgjöf til lengri tíma geta samið um fast mánaðargjald (s.k. retainer-samningur), sem kann að reynast hagkvæmara en greiðsla tímagjalds.

 • Almannatengsl

  Ómar hefur víðtæka reynslu af almannatengslum eftir að hafa starfað í starfsgreininni í 20 ár. Þá er Ómar með B.Sc.-gráður í fjölmiðlum og samskiptum frá Emerson College og Suffolk University í Boston, Bandaríkjunum, og M.Sc.-gráðu í alþjóðasamskiptum og sögu frá London School of Economics í Bretlandi.

 • Samskipti við innlenda og alþjóðlega fjölmiðla

  Ómar hefur víðtæka reynslu af vinnu og samskiptum við innlenda og erlenda fjölmiðla. Áður en hann hóf lögmennsku starfaði hann sem blaðamaður, m.a. á DV, Fréttablaðinu, Reuters-fréttaveitunni og stærstu viðskiptafréttaveitu veraldar, Bloomberg News.

Ómar R. Valdimarsson

Lögmaður veitir bæði einstaklingum og fyrirtækjum lögfræðiráðgjöf á flestum réttarsviðum íslenskrar lögfræði. Auk þess að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fyrsta flokks lögfræðiráðgjöf býr Ómar yfir sérþekkingu í almannatengslum og samskiptum við fjölmiðla.

Meira um Ómar R. Valdimarsson

Ómar R. Valdimarsson er lögmaður með fjölþættan bakgrunn úr hinum alþjóðlega fjölmiðla- og viðskiptaheimi, sem spannar tvo áratugi.

Ómar lauk B.Sc.-gráðu í bæði Print Journalism og Broadcast Journalism frá Suffolk University/Emerson College í Boston í Bandaríkjunum árið 2002 og starfaði samhliða námi hjá DV og svo Fréttablaðinu. Eftir að náminu lauk stofnaði hann í kjölfarið Íslensk almannatengsl ehf., sem sinnti almannatengslaráðgjöf fyrir bæði innlend og alþjóðleg fyrirtæki.

Árið 2005 lauk Ómar MA-gráðu í International Relations and History frá London School of Economics, samhliða vinnu. Í kjölfar efnahagshrunsins fór hann aftur í nám og útskrifaðist hann árið 2013 frá Háskólanum í Reykjavík, þá með bæði BA- og ML-gráðu í lögfræði í farteskinu. Ómar fékk réttindi til þess að flytja mál fyrir héraðsdómi árið 2015.

Ómar var eini fréttamaður Bloomberg News fréttaveitunnar á Íslandi frá árinu 2009 til 2017.

Hafa má samband við Ómar með tölvupósti omar@valdimarsson.is, í gegnum Facebook eða í síma 861 3100.

Nálgast má ítarlegri ferilskrá Ómars hér.

Svavar Daðason

Svavar Daðason er lögmaður með víðtæka reynslu úr viðskiptalífinu þá sérstaklega rekstri, stjórnun og þjónustu en Svavar hefur sinnt ýmsum stjórnunarstöðum og rekið sitt eigið fyrirtæki í Bandaríkjunum þar sem hann bjó um ára bil.

Meira um Svavar Daðason

Áður en Svavar lagði stund á laganám stundaði hann flugnám bæði hér á á landi hjá Flugskóla Íslands og í Bandaríkjunum hjá Delta Connection Academy en hann starfaði hjá Icelandair um árabil með námi. Svavar lauk grunn- og meistaranámi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík 2019. Með laganámi starfaði hann sem söluráðgjafi nýrra bíla hjá Heklu og var laganemi hjá LEX lögmönnum. Frá útskrift starfaði Svavar hjá fjölskyldu fyrirtæki sínu uns hann hóf störf hjá Lögmannsstofunni Valdimarsson 2021.

Svavar hefur mikinn áhuga á hreyfingu almennt og stundar hjólreiðar og CrossFit.

Þá hefur Svavar haft mikinn áhuga á félagsstörfum og verið virkur þáttakandi í ýmsum stjórnum.

Starfssvið Svavars eru:

 • Auðgunar- og efnahagsbrot
 • Bótaréttur
 • Evrópuréttur á sviði fjármálaþjónustu
 • Fasteignakauparéttur
 • Félagaréttur bæði íslenskur og evrópskur
 • Fullnusta
 • Kaup á fyrirtækjum/samruni og áreiðaleikakannanir
 • Kröfuréttur
 • Samkeppnisréttur
 • Skattaréttur bæði íslenskur og alþjóðlegur
 • Skuldaskilaréttur
 • Vinnuréttur

Hægt er að hafa samband við Svavar í síma 852 9102 eða með því að senda honum tölvupóst á svavar@valdimarsson.is.

Þór Steinarsson

Þór Steinarsson er lögfræðingur með reynslu af fyrirtækjarekstri og fjölmiðlun. Hann lauk grunn- og meistaranámi í lögfræði við Háskóla Íslands. Meistararitgerð hans fjallaði um viðurlög við skattalagabrotum í ljósi ne bis in idem reglu 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Umfjöllunarefni BA-ritgerðar hans var á sviði fasteignakauparéttar.

Meira um Þór Steinarsson

Þór Steinarsson er lögfræðingur með reynslu af fyrirtækjarekstri og fjölmiðlun. Hann lauk grunn- og meistaranámi í lögfræði við Háskóla Íslands. Meistararitgerð hans fjallaði um viðurlög við skattalagabrotum í ljósi ne bis in idem reglu 1. mgr. 4. gr. 7. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Umfjöllunarefni BA-ritgerðar hans var á sviði fasteignakauparéttar.

Meðfram meistaranámi sat Þór í stjórn InnX Innréttinga áður en hann tók við starfi framkvæmdastjóra. Hann stýrði félaginu og sá um daglegan rekstur þess frá árinu 2015 til 2017. Þar áður starfaði hann á Hraunhamri fasteignasölu. Hann starfaði sem blaðamaður á ritstjórn mbl.is og Morgunblaðsins frá árinu 2018 til 2021. Þór hóf störf hjá Lögmannsstofunni Valdimarsson haustið 2021.

Hægt er að hafa samband við Þór í síma 862 2727 eða með því að senda honum tölvupóst á thor@valdimarsson.is.

Karol Walejko

Karol lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og mun ljúka BA-gráðu í lögfræði við Háskóla Íslands nú í vor með góðum árangri. Karol er tvítyngdur og talar bæði íslensku og pólsku hnökralaust. Hann hefur m.a. starfað við þýðingar og íslenskukennslu fyrir Pólverja.

Meira um Karol Walejko

Karol lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri og mun ljúka BA-gráðu í lögfræði við Háskóla Íslands nú í vor með góðum árangri. Karol er tvítyngdur og talar bæði íslensku og pólsku hnökralaust. Hann hefur m.a. starfað við þýðingar og íslenskukennslu fyrir Pólverja.

Karol hóf störf hjá Lögmannsstofunni Valdimarsson í byrjun árs 2022. Þar áður starfaði hann hjá ÁTVR og VÍS sem tryggingarráðgjafi.

Hægt er að hafa samband við Karol í síma 863 8957 eða með því að senda honum tölvupóst á karol@valdimarsson.is.

Marteinn Arnarsson

Marteinn lauk mag. jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2020. Hann hóf störf hjá Lögmannsstofunni Valdimarsson í byrjun árs 2022.

Meira um Marteinn Arnarsson

Marteinn lauk mag. jur. gráðu í lögfræði frá Háskóla Íslands árið 2020. Hann hóf störf hjá Lögmannsstofunni Valdimarsson í byrjun árs 2022.

Hægt er að hafa samband við Marteinn í síma 867 5262 eða með því að senda honum tölvupóst á marteinn@valdimarsson.is.

Hafðu samband

Ef þú ert með einhverjar lögfræðilegar spurningar hvetjum við þig til þess að hafa samband við okkur, annað hvort í gegnum formið hér að neðan eða með því að senda okkur tölvupóst eða hringja í okkur. Fyrsti fundurinn með okkur kostar ekki neitt.

Fyrirspurn þín hefur verið send.