Betri er mögur sátt en feitur dómur

Vönduð og persónuleg þjónusta

Á Lögmannsstofunni Valdimarsson er tryggt að viðskiptavinir okkar fái ávallt bestu þjónustu sem völ er á, af fagmönnum á því sviði lögfræðinnar sem þörf er á. Okkar kúnnar geta treyst því að þeirra mál fái þá athygli, sem það krefst.

Bóka ókeypis viðtal

Þjónustan

Ómar býður upp á þjónustu á öllum helstu réttarsviðum íslenskrar lögfræði, auk þess sem hann býr yfir sérþekkingu á íslenskum og alþjóðlegum fjölmiðlum og almannatengslum. Á meðal sérsviða Ómars er refsiréttur og sakamálaréttarfar, skaðabótaréttur og slysamál, skipulags- og eignaréttur og fyrirtækja og félagaréttur.

Sérsviðin

 • Sakamál / Refsiréttur

  Ómar býður upp á margháttaða aðstoð á sviði saka- og refsimála, hvort heldur um er að ræða mál á rannsóknarstigi eða mál sem rekin eru fyrir dómi.

 • Skaðabótaréttur

  Hvort heldur um er að ræða mál sem snýr að umferðarslysi, vinnuslysi eða slysi sem gerist í frítíma. Ef engar bætur innheimtast greiðir viðskiptavinur ekkert fyrir þjónustuna.

 • Skipulagsréttur

  Boðið er upp á lögfræðilega ráðgjöf og aðstoð í tengslum við öll mál sem snúa að skipulagsferli sveitarfélaga, kærum til æðri stjórnvalda eða rekstur ágreiningsmála fyrir dómi. Þá er boðið upp á ráðgjöf sem snýr að grenndarkynningu, leyfisveitingum, bótaábyrgð framkvæmdaaðila og endurskoðun einstakra ákvarðana.

 • Fjármálaréttur

  Sérhæfð ráðgjöf á sviði fjármálaréttar, hvort heldur um er að ræða samninga- eða skjalagerð, ráðgjöf á sviði samkeppnisréttar, verðbréfaviðskipta, yfirtökur eða útboð, svo fátt eitt sé nefnt til sögunnar.

 • Stjórnsýsluréttur

  Ráðgjöf sem hentar bæði einstaklingum, fyrirtækjum og stofnunum, hvað varðar stjórnsýslulega meðferð mála, sem rekin eru hjá aðilum sem falin er meðferð opinbers valds.

 • Málflutningur

  Ómar tekur að sér að flytja mál bæði fyrir dómstólum og úrskurðarnefndum, s.s. matsnefnd eignarnámsbóta eða úrskurðarnefnd velferðarmála.

Þjónustan

 • Verjendastörf

  Á rannsóknarstigi fela verjendastörf í sér rekstur máls hjá lögreglu eða öðrum aðilum falið sambærilegt vald, s.s. skattrannsóknarstjóra. Eftir að ákæra hefur verið gefin út, fela verjendastörf í sér að verja hagsmuni þess sem ákærður er fyrir dómi.

 • Málflutningur í einkamálum

  Ómar býr yfir víðtækri reynslu í málflutningi einkamála fyrir dómstólum.

 • Fyrirtækja- og félagaráðgjöf

  Boðið er upp á ráðgjöf í einstaka málum eða til lengri tíma. Aðilar sem kjósa að nýta sér ráðgjöf til lengri tíma geta samið um fast mánaðargjald (s.k. retainer-samningur), sem kann að reynast hagkvæmara en greiðsla tímagjalds.

 • Almannatengsl

  Ómar hefur víðtæka reynslu af almannatengslum eftir að hafa starfað í starfsgreininni í 20 ár. Þá er Ómar B.Sc.-gráður í fjölmiðlum og samskiptum frá Emerson College og Suffolk University í Boston, Bandaríkjunum, og M.Sc.-gráðu í alþjóðasamskiptum og sögu frá London School of Economics í Bretlandi.

 • Samskipti við innlenda og alþjóðlega fjölmiðla

  Ómar hefur víðtæka reynslu af vinnu og samskiptum við innlenda og erlenda fjölmiðla. Áður en hann hóf lögmennsku starfaði hann sem blaðamaður, m.a. á DV, Fréttablaðinu, Reuters-fréttaveitunni og stærstu viðskiptafréttaveitu veraldar, Bloomberg News.

Ómar R. Valdimarsson

Lögmaður veitir bæði einstaklingum og fyrirtækjum lögfræðiráðgjöf á flestum réttarsviðum íslenskrar lögfræði. Auk þess að geta boðið viðskiptavinum sínum upp á fyrsta flokks lögfræðiráðgjöf býr Ómar yfir sérþekkingu í almannatengslum og samskiptum við fjölmiðla.

Meira um Ómar R. Valdimarsson

Ómar R. Valdimarsson er lögmaður með fjölþættan bakgrunn úr hinum alþjóðlega fjölmiðla- og viðskiptaheimi, sem spannar tvo áratugi.

Ómar lauk B.Sc.-gráðu í bæði Print Journalism og Broadcast Journalism frá Suffolk University/Emerson College í Boston í Bandaríkjunum árið 2002 og starfaði samhliða námi hjá DV og svo Fréttablaðinu. Eftir að náminu lauk stofnaði hann í kjölfarið Íslensk almannatengsl ehf., sem sinnti almannatengslaráðgjöf fyrir bæði innlend og alþjóðleg fyrirtæki.

Árið 2005 lauk Ómar MA-gráðu í International Relations and History frá London School of Economics, samhliða vinnu. Í kjölfar efnahagshrunsins fór hann aftur í nám og útskrifaðist hann árið 2013 frá Háskólanum í Reykjavík, þá með bæði BA- og ML-gráðu í lögfræði í farteskinu. Ómar fékk réttindi til þess að flytja mál fyrir héraðsdómi árið 2015.

Ómar var eini fréttamaður Bloomberg News fréttaveitunnar á Íslandi frá árinu 2009 til 2017.

Hafa má samband við Ómar með tölvupósti omar@valdimarsson.is, í gegnum Facebook eða í síma 861 3100.

Nálgast má ítarlegri ferilsskrá Ómars hér.

Brynjólfur Sveinn Ívarsson

Brynjólfur lauk grunnnámi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 2012. Því næst lauk hann grunn- og meistaranámi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann var jafnframt Erasmus styrkþegi og lagði stund á laganám við Károli Gáspár háskóla hinnar siðbættu kirkju Ungverjalands.

Meira um Brynjólf Ívarsson

Brynjólfur lauk grunnnámi í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands árið 2012. Því næst lauk hann grunn- og meistaranámi í lögfræði við Háskólann í Reykjavík. Hann var jafnframt Erasmus styrkþegi og lagði stund á laganám við Károli Gáspár háskóla hinnar siðbættu kirkju Ungverjalands. Brynjólfur hefur starfað hjá sýslumannsembættunum á Hólmavík og Patreksfirði. Hann var jafnframt í starfsnámi hjá Félagi atvinnurekenda. Brynjólfur hóf störf hjá Norðdahl & Valdimarsson árið 2019 og svo hjá Lögmannsstofunni Valdimarsson árið 2020.

Hægt er að hafa samband við Brynjólf í síma 697 6353 eða með því að senda honum tölvupóst á brynjolfur@valdimarsson.is.

Hafðu samband

Ef þú ert með einhverjar lögfræðilegar spurningar hvetjum við þig til þess að hafa samband við okkur, annað hvort í gegnum formið hér að neðan eða með því að senda okkur tölvupóst eða hringja í okkur. Fyrsti fundurinn með okkur kostar ekki neitt.

Fyrirspurn þín hefur verið send.