GJALDSKRÁ
1. MÁLFLUTNINGUR FYRIR DÓMI
1.1. MUNNLEGA FLUTT MÁL
Í munnlega fluttum málum, er þóknun kr. 228.557 (283.411 m.vsk) að viðbættum 15% af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að kr. 12.394.769, 7% af næstu kr. 24.796.549 og 4% af því, sem umfram er. Auk þess greiðist útlagður kostnaður við rekstur málsins.
1.2. SKRIFLEGA FLUTT MÁL
Í málum, sem heimilt er að reka skv. 17. kafla eml., sem eigi fer fram gagnaöflun í eftir þingfestingu eða dómtekin eru án þess að varnaraðili skili greinargerð, er grunngjald málflutningsþóknunar kr. 48.676 (60.358 m.vsk) að viðbættum 10% af stefnufjárhæð og vöxtum, allt að kr. 12.394.769, 5% af næstu kr. 24.796.549 og 3% af því, sem umfram er.
1.3. MÁLSKOSTNAÐARÁKVARÐANIR DÓMARA
Ákvörðun í dómi á málskostnaði hefur ekki áhrif á ákvörðun þóknunar gagnvart viðskiptamanni vegna málflutnings. Málskostnaðarákvarðanir dómara geta m.a. snert mat á því hvort vafi leiki á úrlausn máls og endurspegla því ekki óhjákvæmilega mat á eðlilegri þóknun fyrir flutning máls.
1.4. ÝMIS ATRIÐI
Réttarsáttir
Verði mál, sem ekki eru rekin samkvæmt 17. kafla eml., sætt eftir þingfestingu, en fyrir aðalmeðferð, skal reikna þóknun eftir reglum sem gilda um almenn útivistarmál að framan.
Mál þar sem hagsmunir eru óverulegir eða erfitt er að meta til fjár
Í slíkum málum greiðist grunngjald kr. 228.557 (283.411 m.vsk) auk þóknunar samkvæmt gildandi tímagjaldi eða sérstöku samkomulagi.
Þóknun vegna flutnings um formhlið máls
Áskilinn er réttur til þess að krefjast sérstaklega um þóknun fyrir flutning um formhlið máls, t.d. kröfu um málskostnaðartryggingu, frávísun o.þ.h., sem ekki fer fram samhliða málflutningi við aðalmeðferð.
Þóknun vegna mætinga á dómþing
Hver mæting kr. 16.845 (20.888 m.vsk).
2. INNHEIMTUR
2.1. ÚTREIKNINGUR INNHEIMTUÞÓKNUNAR
Innheimtuþóknun er reiknuð af samanlagðri fjárhæð höfuðstóls og vaxta. Grunngjald innheimtuþóknunar skal vera kr. 12.499 (15.499 m.vsk.) við bætast:
25% af fyrstu kr. 164.470
10% af næstu kr. 1.109.319
5% af næstu kr. 11.099.473
3% af næstu kr. 24.801.955
og 2% af því sem umfram er.
Sé innheimtan fyrir aðila, búsettan erlendis, skal kröfuhafi greiða lögmanni allt að 5% af innheimtri fjárhæð, auk þóknunar skv. þessari grein.
2.2. MÆTINGAR VIÐ FYRIRTÖKUR VEGNA INNHEIMTUMÁLA
Fyrir mætingar við aðför, við nauðungarsölumeðferð, kyrrsetningu, lögbanns- og löggeymslugerðir, svo og útburðar- og innsetningargerðir, skulu greiðast kr. 16.845 (20.888 m.vsk).
2.3. RITLAUN VEGNA BEIÐNA OG KRÖFULÝSINGA
Beiðnir til sýslumanna, svo sem um aðför, nauðungarsölu og vörslusviptingar, svo og afturkallanir og kröfulýsingar í þrotabú og uppboðsandvirði skulu greiðast kr. 16.845 (20.888 m.vsk).
2.4. ÁBYRGÐ KRÖFUEIGANDA Á INNHEIMTULAUNUM
Greiðist krafa ekki, eða innheimta reynist árangurslaus, er skuldareigandi ábyrgur gagnvart lögmanni fyrir greiðslu innheimtulaunanna skv. ofangreindu eða sérstöku samkomulagi.
3. UPPGJÖR SKAÐABÓTAMÁLA
3.1. ALMENN ÁKVÆÐI V. UPPJÖRS SKAÐABÓTAMÁLA
Fyrir uppgjör og samninga um tjónabætur vegna líkamstjóns eða tjóna á munum, greiðist ávallt grunngjald að fjárhæð kr. 117.847 (146.130 m.vsk) og svo það sem hærra reynist, skráðir tímar eða hlutfall greiddra bóta, hvar reiknuð er 10% þóknun af fyrstu kr. 11.784.643 sem innheimtar eru, en 5% þóknun af því sem umfram er þá fjárhæð.
3.2. ÞÓKNUN VEGNA SKAÐABÓTAMÁLA SEM REKIN ERU FYRIR DÓMSTÓLUM
Um þóknun vegna mála sem stefnt er fyrir dómstóla, eða sótt í framhaldi af matsgerðum dómkvaddra manna gilda ákvæði 1. gr. þessarar gjaldskrár, eftir því sem við á.
3.3. INNHEIMTA BÓTA ÚR SLYSATRYGGINGUM
Fyrir innheimtu bóta úr slysatryggingum, þ.e. slysatryggingu launþega, sjómanna skv. siglingalögum, og öðrum slysatryggingum, greiðist tímagjald eða 10% af innheimtri fjárhæð, hvort heldur er hærra.
Fari fram uppgjör tjónabóta skv. gr. 3.1 eða 3.2 hér að framan, samhliða uppgjöri slysatryggingar, og þóknun er greidd skv. þeim greinum, lækkar innheimtukostnaður slysatryggingar í 5% af innheimtri fjárhæð.
3.4. ÁBYRGÐ VIÐSKIPTAMANNS Á ÞÓKNUN OG/EÐA ÚTLÖGÐUM KOSTNAÐI
Nú reynist krafa viðskiptamanns ekki á rökum byggð, tilhæfulaus, og/eða bótaskyldu hafnað sökum gjörða viðskiptamanns sjálfs eða annarra honum tengdum, getur lögmannsstofan ákveðið að hætta hagsmunagæslu fyrir viðskiptamann og krafist þóknunar sem nemur grunngjaldi sbr. 3.1.
Viðskiptamaður ber ábyrgð gagnvart lögmannsstofunni á útlögðum kostnaði vegna læknisvottorða, örorkumats, tjónsútreiknings eða þess kostnaðar sem nauðsynlegt er að stofna til vegna meðferðar málsins, enda fáist kostnaðurinn ekki greiddur úr hendi hins bótaskylda eða um annað er samið.
4. SÖLULAUN O.FL.
Kaup og sala fasteigna og skráðra skipa 1% af söluvirði (einkasala).
Kaup og sala lausafjár 3-5% af söluvirði.
Ákvæði þessi gilda einnig um kaup og sölu atvinnufyrirtækja.
Sala hlutabréfa: 2% af söluvirði, nema hlutabréf sé í reynd fasteign og/eða fyrirtæki, þá skal fara að ákvæðum hér að ofan.
Fyrir að fara yfir og athuga samninga og skjöl við sölu og kaup fasteigna, skipa, lausafjár eða annarra eigna, sem annar lögmaður eða annar aðili með réttindi til fasteignarsölu hefur gert, kr. 17.104 (21.209 m.vsk.) auk tímagjalds.
5. SKJALAGERÐ O.FL.
5.1. KAUPSAMNINGAR OG AFSÖL
Samningsgerð kr. 84.649 (104.965 m.vsk.) auk þóknunar fyrir þann tíma sem í verkið fer, skv. gildandi tímagjaldi.
5.2. SKULDABRÉF OG TRYGGINGABRÉF
Samningsgerð kr. 51.300 (63.612 m.vsk.) auk þóknunar fyrir þann tíma sem í verkið fer, skv. gildandi tímagjaldi.
5.3. LEIGUSAMNINGAR
Samningsgerð kr. 85.498 (106.018 m.vsk) auk 2.5% af leigufjárhæð, allt að árs leigu. Ef lögmaður hefur jafnframt komið á leigusamningi reiknast auk þess 3% af sömu leigufjárhæð.
5.4. STOFNUN FÉLAGA
Fyrir stofnun félags, skjalagerð, frágang og þjónustu þar að lútandi, kr. 85.498 (106.018 m.vsk) auk þóknunar fyrir þann tíma sem í verkið fer, skv. gildandi tímagjaldi.
5.5. KAUPMÁLAR
Fyrir ritun kaupmála, ráðgjöf um efni og skráningu hjá viðkomandi stjórnvaldi greiðast kr. 69.170 (85.771 m.vsk) auk þóknunar fyrir þann tíma sem í verkið fer, skv. gildandi tímagjaldi.
5.6. ERFÐASKRÁR
Fyrir ritun erfðaskrár, ráðgjöf um efni slíkra gerninga og geymslu á afriti, greiðast kr. 69.170 (85.771 m.vsk) auk þóknunar fyrir þann tíma sem í verkið fer, skv. gildandi tímagjaldi.
5.7. EFNISKOSTNAÐUR VIÐ GAGNAFRAMLAGNINGU, ÁGRIPSGERÐ, KÆRUMÁLSGÖGN, HLIÐSJÓNARGÖGN
OG AÐRA SKJALAVINNSLU VIÐ MEÐFERÐ DÓMSMÁLA
Fyrir efniskostnað við ljósritun og vinnslu gagna sem lögð eru fram í dómsmálum, útbúin eftir reglum dómstóla, eða afhent dómstólum innbundin eða gormuð, greiðast kr. 20 (25 m.vsk) fyrir hverja blaðsíðu, auk þóknunar fyrir þann tíma sem í verkið fer, skv. gildandi tímagjaldi.
6. TÍMAGJALD
Að jafnaði skal greiða tímagjald fyrir vinnu að öðrum verkefnum en þeim sem greinir í ákvæðum 1-5. Tímagjald innan hvers flokks tekur mið af reynslu og sérhæfingu viðkomandi lögmanns. Minnsta skráða eining eru 15 mínútur, en hver samskipti s.s. tölvupóstur, SMS, símtal o.s.frv. eru skráð. Lágmarks útkall eru 4 klukkustundir. Lögmaður skráir vinnu að máli, auk ferðatíma og annars undirbúnings sem nauðsynlegur er, sbr. og ákvæði 9. gr. gjaldskrárinnar. Tímagjald fyrir hverja klukkustund er sem hér segir, nema um annað er samið:
Flokkur 1
kr. 44.900 (55.676 m.vsk.)
Flokkur 2
kr. 41.900 (51.956 m.vsk.)
Flokkur 3
kr. 39.900 (49.476 m.vsk.)
Ólöglærður starfsmaður skrifstofu
kr. 19.900 (24.676 m.vsk.)
Heimilt er að leggja álag á framangreint tímagjald, svo sem ef sérstakrar reynslu eða þekkingar lögmanns nýtur við, ef verk er unnið á óeðlilegum stuttum tíma, með skömmum fyrirvara eða utan venjulegs opnunartíma skrifstofunnar, eða unnið er á erlendu tungumáli. Hámarksálag á tímagjald er 50% af grunntímagjaldi.
Auk tímagjalds skv. 1. og 2. mgr. er heimilt að bæta sérstöku álagi við þóknun skrifstofunnar, þegar mál snýst um verulega fjárhagslega hagsmuni. Þá er heimilt að bæta slíku álagi við þóknun skrifstofunnar með hliðsjón af þeim árangri sem vinna lögmanns hefur skilað. Hið sérstaka álag samkvæmt ákvæði þessu skal reiknað út frá hagsmunagjaldskrá fyrir munnlega flutt mál, sbr. ákvæði 1.1, og bætt við tímagjaldi skv. 1. og 2. mgr.
Lögmanni er heimilt að beita ákvæðum 2. og 3. mgr. þessa ákvæðis, nema sérstaklega sé samið um annað áður en málarekstur hefst.
7. ÝMIS ÁKVÆÐI
7.1. GREIÐSLA FRÁ ÞRIÐJA AÐILA
Í málum þar sem þriðji aðili á borð við ríkið eða sveitarfélag greiðir hluta reiknings viðskiptamanns dregst frá reikningi stofunnar til viðskiptamanns sú upphæð sem greidd er af þriðja aðilanum. Sú fjárhæð sem eftir stendur greiðist af viðskiptavininum, nema sérstaklega hafi verið samið um annað með skriflegum hætti.
7.2. FERÐALÖG
Gjaldtaka er miðuð við þann tíma, sem ferð tekur, auk alls ferða- og dvalarkostnaðar.
7.3. VIRÐISAUKASKATTUR
Lögmönnum ber, lögum samkvæmt, að innheimta virðisaukaskatt af þjónustu lögmanna. Samkvæmt þessu leggst virðisaukaskattur við einstaka þóknunarliði í gjaldskránni og hefur þóknun með virðisaukaskatti verið reiknuð út þar sem fjárhæð þóknunar er í krónum birt. Í tilvikum þar sem þóknun er reiknuð sem hlutfall (%) af tiltekinni heild, hvort sem er af höfuðstól fjárkrafna, fjármuna sem innheimtast, verðmæta sem eru seld eða leigð, álag á kostnað eða á grundvelli annarra mælikvarða, leggst virðisaukaskattur við þá fjárhæð sem þannig er út reiknuð. Viðskiptamenn sem reka virðisaukaskylda starfsemi eiga rétt á endurgreiðslu virðisaukaskatts af öllum reikningum sem lögmaður gerir þeim, hvort sem kostnaður greiðist af skuldara kröfu, gagnaðila í dómsmáli eða tjónvaldi.
7.4 FYRIRKOMULAG Á GREIÐSLU ÞÓKNUNAR
Aðrir en fastir viðskiptamenn greiða hluta af þóknun um leið og ákveðið er að Lögmannsstofan Valdimarsson taki mál viðkomandi að sér, samkvæmt nánara samkomulagi. Miðað er viðað helmingur lögmannsþóknunar sé greiddur áður en að verki/máli er lokið. Lögmenn áskilja sér rétt til að krefjast greiðslu jafnt og þétt mánaðarlega eftir því sem verkinu vindur fram.
8. BREYTINGAR Á GJALDSKRÁ
Gjaldskráin tekur almennt breytingum 1. janúar og 1. júlí ár hvert miðað við breytingar á launavísitölu. Þóknun lögmanns skal byggð á þeirri gjaldskrá sem í gildi er þegar reikningur vegna vinnunnar fer gefinn út.
9. BÓTASKYLD FLUGFÉLÖG
Bótaskyld flugfélög, sem ekki bregðast við réttmætum kröfubréfum sem send eru í nafni umbj. félagsins, eru ábyrg fyrir greiðslu kostnaðar að fjárhæð 995.580.- krónur vegna innheimtunnar, vegna vinnu í tengslum við undirliggjandi mál, eins og kemur fram í kröfubréfum frá lögmannsstofunni f.h. notenda.
10. TIL VIÐSKIPTAMANNS
Viðskiptamanni ber að kynna sér ákvæði þessarar gjaldskrár. Hann er ábyrgur fyrir greiðslu þóknunar og útlagðs kostnaðar, hvort sem hún fæst greidd úr hendi gagnaðila eða ekki, nema sérstakt samkomulag sé gert um annað. Lögmaður skal gera viðskiptamanni grein fyrir áætluðum kostnaði við verk þegar mál er móttekið.
Ef vinna fer fram gegn tímagjaldi á viðskiptamaður rétt á að fá yfirlit úr tímaskrá lögmannsins sem liggur að baki reikningi, ef þess er óskað. Sundurliðun á útreikningi þóknunar sem miðast við hagsmuni máls skal jafnframt afhent sé þess óskað.
Gjaldskrá þessi telst hluti af samningi um rekstur máls, sem kemst á milli lögmanns og viðskiptamanns með undirritun umboðs viðskiptamannsins til lögmanna Lögmannsstofunnar Valdimarsson og gildir nema sérstaklega sé samið um annað.
Gjaldskrá þessi gildir frá 24. mars 2025